HeilsuHulda – hugmyndabanki og „hvetjari“

HeilsuHulda mun leiða hvetjandi og heilsueflandi göngu um Hvaleyrarvatn og nágrenni. HeilsuHulda heitir fullu nafni Hulda Sólveig Jóhannsdóttir og er verkefnastjóri heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ. Hafnarfjörður hefur verið heilsueflandi samfélag síðan 2015 og hóf þá vegferð að gerast heilsueflandi vinnustaður haustið 2022. Þar spilar Hulda lykilhlutverk sem hugmyndabanki og „hvetjari“ fyrir starfsfólk á öllum starfsstöðvum bæjarins. Hreyfing, vellíðan, jákvæðni og ánægja hefur keðjuverkandi áhrif á allt og alla. Mun HeilsuHulda í göngunni leggja áherslu á alla þessa þætti og nýta til þess umhverfið í kringum Hvaleyrarvatn sem er ævintýri líkast allt árið um kring.

Hluti af Hamingjudögum Hafnarfjarðar 2023 og Íþróttaviku Evrópu

HamingjuGanga er hluti af viðburðum Hafnarfjarðarbæjar í tilefni af Hamingjudögum í Hafnarfirði og Íþróttaviku Evrópu 2023. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar.

Komdu í HamningjuGöngu! Komdu að njóta!

Ábendingagátt