Hamingjudagar í Hafnarfirði

Fréttir

Hamingjudagar í Hafnarfirði á haustmánuðum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu 2023 sem haldin er dagana 23. – 30. september. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar.

Hamingjudagar í fyrsta skipti í Hafnarfirði

Hamingjudagar í Hafnarfirði á haustmánuðum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu 2023 sem haldin er dagana 23. – 30. september. Hamingjudagar eru haldnir í fyrsta skipti í Hafnarfirði í ár en hugmyndin kviknaði m.a. út frá ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar. Hamingjudagar í Hafnarfirði verða framlag Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar í ár til Íþróttaviku Evrópu 2023.

Hamingjuviðburðir á Hamingjudögum í Hafnarfirði

Um íþróttaviku Evrópu 2023

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 25. september – 1. október 2023 í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur öll íþróttafélög í Hafnarfirði, samtök og einstaklinga til að taka virkan þátt í íþróttavikunni með því að skipuleggja opnar æfingar og opin hús, viðburði eða aðrar uppákomur sem tengja má með beinum og óbeinum hætti við líkamlega og andlega hreyfingu og heilsu.

Vefur BeActive á Íslandi

Beactive á Íslandi er líka á Facebook

Ábendingagátt