Velkomin í Gongslökun í Hellisgerði

Nú er haustið að byrja að skarta sinni dásamlegu fegurð og við ætlum að taka þátt í því með tíðni og tónum. Það er yndisleg útislökunarstund framundan í faðmi náttúrunnar í notalegu og hlýlegu paradísinni Hellisgerði. Allir mæta með það sem til þarf til að slaka á úti í íslenskri náttúru í lok september. Gott er að hafa með sér hlýtt teppi til að vefja um sig, en þú getur verið hvort sem er sitjandi eða liggjandi til að taka við tíðni gongsins.

Látum gongið hreyfa aðeins við orkunni!

Gongin hafa þann eiginleika að hreyfa við orkunni okkar, en þitt er alltaf valið hvort þú setur þér ásetning um að vinna með eitthvað tiltekið viðfangsefni í þínu lífi eða mætir einfaldlega með opinn hug og ásetning um hamingju og vellíðan í hug og hjarta. Gongin vinna með þann farveg sem hver og einn velur sér fyrir stundina. Unnið verður með tvö títaníum gong, Bifröst 30″ og Deep Ocean 42″. Það er ekkert sem þarf að gera annað en að mæta og njóta! Áshildur Hlín, í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð, leiðir HamingjuGong í Hellisgerði.

Hluti af Hamingjudögum Hafnarfjarðar 2023 og Íþróttaviku Evrópu

HamingjuGong er hluti af viðburðum Hafnarfjarðarbæjar í tilefni af Hamingjudögum í Hafnarfirði og Íþróttaviku Evrópu 2023. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar.

Komdu í HamningjuGong! Komdu að njóta!

Ábendingagátt