Glaðari þú og rjúkandi fargufa

Tinna og Margrét hjá Glaðari þú – leikjanámskeið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð leiða HamingjuSjóbað við Langeyramalir. Sjóbaðið og samveran hefur þann eina góða tilgang að efla orku og vellíðan á náttúrulegan hátt með því að stíga út fyrir þægindarrammann og auka þannig framleiðslu á gleðihormónum. Rjúkandi fargufa verður á svæðinu og geta gestir hitað sig upp í rjúkandi sánabaði í hjólhýsi inn á milli sjóbaðsferða. Sundhöll Hafnarfjarðar býður sjóböðurum að koma og nýta fataklefa og/eða laugina og heitu pottana að sjóbaði loknu þeim að endurgjaldslausu.

Hluti af Hamingjudögum og Íþróttaviku Evrópu 2023

HamingjuSund er hluti af viðburðum Hafnarfjarðarbæjar í tilefni af Hamingjudögum í Hafnarfirði og Íþróttaviku Evrópu 2023. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar.

Komdu í HamningjuSjóbað! Komdu að njóta!

Ábendingagátt