Hamingjan eflir heilsuna

Linda Baldvinsdóttir og Borghildur Sverrisdóttir munu leiða saman hæfileika sína, ástríðu og áhugamál á heilsueflandi hamingjustund í Hafnarborg. Þær eiga það sameiginlegt að brenna báðar fyrir velferð einstaklingsins, aukinni vellíðan, hugareflingu og hafa í gegnum árin unnið með þætti eins og sjálfsvinsemd, sjálfsmildi, samskipti og lífsánægju.

Linda er samskiptaráðgjafi og NLP Practitioner Markþjálfi og eigandi vefsins Manngildi.is sem ætlað er að vera upplýsingaveita um allt sem viðkemur lífinu og verkefnum þess. Ástríða hennar liggur í manngildum, samskiptum og því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsmynd. Linda var pistlahöfundur á Smartlandi til fjölda ára og er höfundur bókarinnar Bók allra árstíða. Borghildur er sálfræðikennari og höfundur bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna. Aukin farsæld, aukin lífsánægja og aukin vellíðan í daglegu lífi er Borghildi hugleikin og hefur hún lagt áherslu á leiðir jákvæðrar sálfræði í þeirri vegferð.

Hluti af Hamingjudögum Hafnarfjarðar 2023 og Íþróttaviku Evrópu

HamingjuStund er hluti af viðburðum Hafnarfjarðarbæjar í tilefni af Hamingjudögum í Hafnarfirði og Íþróttaviku Evrópu 2023. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar.

Komdu í HamningjuStund! Komdu að njóta!

Ábendingagátt