Þá er loksins komið að því að olnbogarnir spili á sínum heimavelli en betri helmingur hljómsveitarinnar býr í Hafnarfirði auk þess sem þeir æfa vikulega í firðinum fagra og ekki veitir af. Það er því við hæfi að spila á besta skemmtistað fjarðarins og færa heimamönnum prógrammið sem slegið hefur í gegn á vafasamari stöðum í borg óttans. En munið að mæta tímanlega því gömlu mennirnir eru kvöldsvæfir og hætta á slaginu klukkan 12. Það má búast við öllu frá frumsömdum lögum og öðru gæðarokki upp í dansvæna stórsmelli þannig að hitiði raddböndin og reimið á ykkur betra skóna 🤘🤩

Ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir og ókeypis bílastæði í boði hússins.

Tónleikar á sunnudagskvöldi og frí daginn eftir (17.júní) / Concert on a Sunday night because Monday is a national holiday: Independence Day in Iceland.

 

Ölhúsið Hafnarfirði, Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfjörður

Ábendingagátt