Brot af hvoru er heiti sýningar Jóhönnu og markast af viðfangsefni hennar sem er leikur með form gömlu árabátanna ásamt hinar óviðjafnanlegu íslensku fjallasýn og náttúru.

Skúlptúruna kallar hún Fjallabáta, enda eru þeir brot af hvoru. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhönnu og teflir hún saman grófum og hrjúfum verkum á móti mjúkum og ljóðrænum og fær þar fram andstæður sem víða má sjá í náttúrunni.

Verkin eru annars vegar unnin úr hábrenndum steinleir sem litaður er með ýmsum litarefnum og glerungum og hins vegar postulíni sem stundum er litað. Til að ná fram þeirri áferð sem hún leitar eftir notar hún einnig ösku og vikur frá eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 og ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.

Jóhanna útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1987 og leirlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2000. Hún hefur starfað við þroskaþjálfun allan sinn starfsferil og myndlist samhliða því fagi síðustu ár. Myndlistin hefur í tímans rás tekið meira pláss í lífi hennar og hafa leirskúlptúrar á vegg verið hennar helsta einkenni.

Jóhanna er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Áhrif þeirrar miklu nálægðar við náttúruna og atvinnulífið kemur berlega fram í þeim verkum sem nú eru til sýnis í Litla Gallerý en þau eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu..

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 19. september 16:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Fös 20. sept 13:00-18:00
Lau 21. sept 12:00-17:00
Sun 22. sept 14:00-17:00
Fim 26. sept 15:00-18:00
Fös 27. sept 13::00-18:00
Lau 28. sept 12:00-17:00
Sun 29. sept 14:00-17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

 

——————————————

 

Elements of Two is the title of Jóhanna’s exhibition, and it is inspired by her focus on playing with the forms of old rowing boats and the incomparable Icelandic mountain views and nature.

She calls her sculptures "Mountain Boats," as they are elements of both. This is Jóhanna’s first solo exhibition, where she combines rough and coarse works with soft and poetic ones, bringing out the contrasts that are often found in nature.

The artworks are made from high-fired stoneware, tinted with various pigments and glazes, and from porcelain, which is sometimes tinted. To achieve the texture she seeks, she also uses ash and pumice from the volcanic eruption in Vestmannaeyjar in 1973 and ash from the Eyjafjallajökull eruption in 2010.

Jóhanna graduated from the ceramics department of the Iceland Academy of the Arts in 2000. Throughout her career, she has worked as a social pedagogue while also practicing visual arts alongside that profession in recent years. Over time, visual art has taken up more space in her life, with wall-mounted ceramic sculptures becoming her signature style.

Jóhanna was born and raised in Vestmannaeyjar. The strong influence of her close proximity to nature and local industries is clearly reflected in the works currently on display at Litla Gallerý, which were specially created for this exhibition.

Exhibition opening will be on Thursday, September 19th, 16:00-20:00 and everyone is welcome!

Other opening hours:
Friday September 20th 13:00-18:00
Saturday September 21st 12:00-17:00
Sunday September 22nd 14:00-17:00
Thursday September 26th 15:00-18:00
Friday September 27th 13:00-18:00
Saturday September 28th 12:00-17:00
Sunday September 29th 14:00-17:00

The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður

Ábendingagátt