Krysztof J. Szymanski, þekktur sem Kris af vinum og vandamönnum, er listamaður sem hefur fundið nýtt heimili hérlendis. Hann er fæddur í Póllandi þar sem hann ólst upp og bjó þar til hann flytur með frænda sínum til Kanada sem unglingur. Hann hefur starfað sem útvarps- plötusnúður en hann er menntaður sem arkítekt og vann lengi í þeim geira.
Í dag býr hann í Hafnarfirði og starfar sem liðveiðsla fyrir vin sinn. Í gegnum lífsleiðina hefur listin fylgt honum í mörgum birtingarmyndum. Verk hans eru því ótal mörg og fjölbreytt, módel skip gert úr íspinnum, origami, málverk, kusudama,
mandölur og ekki síst nýjustu myndir hans. Á sýningunni fáum við innsýn í nýjar víddir þar sem heilar veraldir, karakterar og sögur verða til úr hlutum sem við í raunveruleikanum þekkjum
sem ómerkilega aukahluti lífsins. Í hans eigin orðum: „Ég veit að fígúrurnar eru ekki héðan, en hversu margar óþekktar víddir og veraldir eru í raun og veru til?“

Ábendingagátt