Lestrarfélagið Framför er elsta lestrarfélag landsins og hittist það mánaðarlega á Bókasafni Hafnarfjarðar, leitt af bókmenntafræðingnum Hjalta Snæ Ægissyni.

 

Þema vetursins er íslenska nýraunsæið, og við hefjum leika með bók Vésteins Lúðvíkssonar, Gunnar og Kjartan, sem er rituð á árunum 1971-1972, en í henni er veitt innsýn í menntakerfi og menningu í hinu stéttskipta samfélagi í Reykjavík á sjöunda áratugnum.

 

Vésteinn Lúðvíksson sló nýjan tón í íslenskum bókmenntum með sagnagerð sinni um og eftir 1970.

 

Leslisti Framfarar, veturinn 2023-2024:

 

11. október: Vésteinn Lúðvíksson: Gunnar og Kjartan (1971-1972)

 

15. nóvember: Málfríður Einarsdóttir: Samastaður í tilverunni (1977)

 

13. desember: Guðlaugur Arason: Eldhúsmellur (1977)

 

10. janúar: Magnea J. Matthíasdóttir: Hægara pælt en kýlt (1978)

 

14. febrúar: Guðmundur Steinsson: Stundarfriður (1979)

 

13. mars: Ása Sólveig: Treg í taumi (1979)

 

10. apríl: Auður Haralds: Læknamafían (1980)

 

8. maí: Ólafur Haukur Símonarson: Vík milli vina (1983)
Ábendingagátt