Ríkisfang ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur er Framfarabók mánaðarins.

Haustið 2008 flúðu átta fjölskyldur skelfilegar aðstæður í Al Waleed-flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi. Allt voru þetta einstæðar mæður með börn, af palestínsku bergi brotnar en höfðu alið allan sinn aldur í Írak. Höfundur kynntist konunum og sögu þeirra og fjallar hér af yfirsýn og þekkingu um landlausa Palestínumenn, innrásina í Írak, flóttamannabúðir í einskis-mannslandi og leiðina löngu á Skagann.

Lestrarfélagið Framför er elsta lestrarfélag landsins og hittist það mánaðarlega á Bókasafni Hafnarfjarðar, leitt af bókmenntafræðingnum Hjalta Snæ Ægissyni
Ábendingagátt