Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 25. janúar kl. 16 mun Pétur Thomsen, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um sýninguna Landnám, þar sem getur að líta verk úr yfirstandandi seríu listamannsins, sem ber sama titil en þá er þetta í fyrsta sinn sem Pétur heldur sýningu á verkunum undir þeim titli. Vinsamlegast athugið að viðburðurinn, sem er hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2025, verður á íslensku og ensku.
Landnám er langtíma-ljósmyndaverk þar sem Pétur rannsakar nýtingu manna á landi og hvaða áhrif hún hefur á náttúruna. Listamaðurinn ljósmyndar námur, vegi, hraun, skóga, læki og ræktarlönd í skjóli myrkurs og notast við flass til að afmarka viðfangsefni sín. Myndirnar verða þannig vitnisburður um umhverfingu manna á náttúrunni sem hefur undanfarnar aldir verið svo umfangsmikil að margir telja athafnir mannsins hafa gangsett nýtt jarðsögulegt tímabil, mannöldina: tímabil sem stafar meðal annars af loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar.
Pétur Thomsen (f. 1973) lauk MFA-prófi í ljósmyndun frá École nationale supérieure de la photographie í Arles, Frakklandi, árið 2004. Áður stundaði hann nám í frönsku, listasögu og fornleifafræði við Université Paul Valéry í Montpellier og listljósmyndun við École supérieure des métiers artistiques í sömu borg. Pétur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar en árið 2004 hlaut hann til að mynda verðlaun LVMH-samsteypunnar sem þá voru veitt ungum listamanni í 10. sinn. Hann var svo útnefndur af Musée de L’Élysée í Lausanne sem einn af 50 ljósmyndurum sem líklegir væru til að setja mark sitt á ljósmyndasögu framtíðarinnar í verkefninu reGeneration: 50 Photographers of Tomorrow.
Ókeypis aðgangur – verið öll velkomin.
Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannsspjall með Arngunni Ýr, þar sem hún mun segja frá verkum…
Listamannsspjall á sunnudegi Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannsspjall með Arngunni Ýr, þar sem hún mun segja…