Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sandra Dögg Jónsdóttir – 1974
Sandra Dögg stundaði snemma á þessari öld nám í bæði hönnun og ljósmyndun við Iðnskólann. Í listrænum tilgangi hefur ljósmyndun verið hennar helsti miðill en hún hefur einnig fengist við ýmis form hönnunar og handverks í gegnum tíðina. Sandra hefur áður haldið list- og ljósmyndasýningar, bæði ein og með öðrum. Hún hefur gefið út tvær ljósmyndabækur, auk þess sem myndir hennar hafa birst í safnritum.
Þó Sandra hafi lengi vel ekki álitið sjálfa sig listamann mátti ljóst vera að listagyðjan átti í henni hverja taug. Hún ferðast sífellt í gegnum ólíka miðla og nær flæði í núinu. Hún gleymir stund og stað og finnst alltaf skemmtilegasti miðillinn vera sá sem hún vinnur með akkúrat þá stundina.
Forvitin, fiktgjörn og lúsiðin hefur Sandra yfir dagana prófað sig áfram og fyrir fjórum árum fór hún að gera klippimyndaverk á lakkplötur eða svokallaðar shellack hljómplötur sem voru undanfari vínylplatnanna sem við þekkjum. Hringformið, sem einkennir plöturnar, á sér sögu lengri en listin og tengir okkur við skynjun á heilagleika og tíma. Á sama tíma og það er heillandi form setur það líka skýrar skorður.
Plöturnar eru viðkvæmar og brothættar en þegar að Sandra fór að vinna með þær var hún sjálf bæði viðkvæm og brothætt eftir þungt áfall. Klippimyndirnar sem settar eru saman úr myndum úr ólíkum áttum leyfðu henni að prófa sig áfram, máta og móta. Raða sér saman upp á nýtt úr því sem áður hafði verið bundið öðrum formi og samhengi.
Hvort tveggja, plöturnar og myndirnar, eru hlutir sem finnast gjarnan á nytjamörkuðum og hafa jafnvel verið taldar rusl. En úr óreiðunni fæðist listin, óstýrilát í fyrstu en svo hamin og tamin í höndum listatemjarans.
Plöturnar óma enn, þó þær miðli á nýjan máta og það er akkúrat það sem Sandra elskar að gera í listsköpun sinni. Fikta og prófa þar til það sem er og var yfirfærist í verður. Gamalt og jafnvel aflóga verður nýtt.
Myndverkin eru vandlega samsett úr bútum sem virðast tilheyra hver öðrum, ekki endilega með frásagnarlist listamannsins að leiðarljósi, heldur einnig til túlkunar þeirra sem nema verkin.
Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 4. desember frá 18:00-21:00 og þú ert velkomin !
Aðrir opnunartímar:
Fös. 5. des 15:00 – 20:00 Lau. 6. des 13:00 – 20:00 Sun. 7. des 13:00 – 18:00
LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins
—————————–
Sandra Dögg 1974
In the early years of this century, Sandra Dögg studied both design and photography at the Technical College Reykjavík. While photography has long been her primary artistic medium, she has also worked across various forms of design and craftsmanship.Over the years she has presented both solo and group exhibitions, published two photography books, and seen her images included in several art publications.
For a long time, Sandra did not consider herself an artist, yet it was evident that the artistic impulse ran through every fibre of her being. She moves fluidly between different media, finding presence and momentum in the act of making. Time and place fall away, and the medium she enjoys most is always the one in her hands at that particular moment.
Curious, experimental, and precise, Sandra has continuously explored new ways of working. Four years ago, she began creating collage works on lacquer discs — shellac records, the early predecessors of the vinyl records known today. The circular form that defines these records carries a history older than art itself, linking us symbolically to notions of sacredness and time. It is a form that fascinates while simultaneously imposing clear limitations.
The records are delicate and fragile. When Sandra first began working with them, she herself was in a state of fragility, navigating the aftermath of profound personal grief. The collages — assembled from fragments of images gathered from many directions — became a space for exploration, adjustment, and reconstruction. Through them, she pieced herself together anew, forming something from elements once bound to other shapes and contexts.
Both the records and the images she uses are objects often found in second-hand markets, sometimes dismissed as discarded or obsolete. Yet from this apparent disorder, art emerges — unruly at first, then shaped and guided by the hands of the maker.
The records continue to resonate, though they communicate in a new way, and it is precisely this transformation that Sandra seeks in her creative practice: to experiment and discover, until what is and what was becomes what may be. What is old — even considered outdated — becomes new.
Each work is meticulously constructed from fragments that feel as though they naturally belong together, guided not only by the artist´s own narrative instincts but also open to interpretation by those who encounter them.
There will be a special exhibition opening on Thursday, November 4th from 18:00-21:00 and you are welcome!
Other opening hours
Fri 5th Des 15:00 – 20:00 Sat 6th Des 13:00 – 20:00 Sun 7th Des 13:00 – 18:00
LG // Litla Gallerý is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður for this event.
Opið á Byggðasafninu frá kl. 11–17 alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum! Byggðasafnið bíður upp á sykurpúða á priki…
Í ár opnar Jólaland Kubbsins í fyrsta sinn og býður gestum að stíga inn í fallegt, hlýlegt og bjart jóla…
Þriðjudaginn 9. desember frá klukkan 13:00 til 15:00 verður opnunarsýning athvarfsins Lækjar þar sem fjölmörg listaverk eftir stóran hóp skapandi…
Komdu að njóta með okkur! Jólaþorpið í Hafnarfirði hefur fengið framúrskarandi viðtökur þetta árið. Stemningin hefur verið gullfalleg. Fjörður…
Hátíðar Tónar í samstarfi við Jólaþorpið í Hafnarfirði Tómas Vigur Magnússon Leikin verða vel valin fiðlu- og píanóverk fyrir gesti…
Frá kl. 15:00 til 19:00 verða tæknismiðjan og tilraunarsmiðjan í Nýsköpunarsetrinu opin öllum sem vilja skapa sitt eigið jólaskraut. Hér…
Hátíðarnótt Tónleikar í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. desember kl.20.00 Fyrir jólin 2015 kom út geisladiskurinn „Hátíðarnótt“ og þar leika…
Þann 19. desember verður haldin pop-up listasýning í Kubbinum í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Frekari upplýsingar verða auglýstar síðar – haltu…
Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju 19. des Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið…