Verið velkomin að mörkum tungumálsins

Samkvæmt orðabók geta Mörk þýtt þrennt, mælieining fyrir þyngd/250 grömm, skógur/opið svæði á landi, víðavangur, bersvæði eða það sem greinir eitthvað tvennt í sundur. Einnig má skoða mismunandi fallbeygingar og tengiorð markar sem má mynda allt aðra merkingu. Er þá ekki einungis hið bókstafleg merking orðsins í forgrunni heldur er það orðaleikurinn. Orðaleikurinn gefur okkur kleift að leika okkur með tungumálið sem er akkúrat sem gerir íslenskuna svona áhugaverða. Er þá hægt að vinna með orðið til hins óendanlega. Með málverkum og skúlptúrum leikur Fríða Katrín sér með tungumálið. Með hvössum brúnum og skýrum pensla strokum gefur hún tengingu við skýrleika k-sins í mörkunum.

Fríða Katrín útskrifaðist úr Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Starfar hún sem myndlistarkennari við Myndlistarskóla Kópavogs ásamt því að vera partur af KANNSKI gallery sem samfélagsmiðlastjóri. Í listinni hefur hún lagt áherslu á gjörninga og tengsl þeirra við sviðslist. Verkin hafa þá fjallað um samspil raunveruleikans og skáldskapar, þá úr persónulegu raunheimi listamanns og annarra í kringum hana sem hún svo setur í aðra mynd til þess að blekkja áhorfendur eða fá þá til þess að fylla í eyðurnar. Hún hefur ekki einungis dvalið í gjörðinni heldur hefur hún unnið með ólíka miðla, málverk, skúlptúra, innsetninga, búninga og handritaskrif. Í haust mun hún feta nýja braut MA náms í Sitges, Barcelona þar sem hún mun læra “Creative performance Practice (Acting)”, eða Sviðslist- Leikarann.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 4. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

  • Föstudagur 5. júlí 13:00 – 18:00
  • Laugardagur 6. júlí 12:00 – 17:00
  • Sunnudagur 7. júlí 14:00 – 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ.


According to the dictionary, the word “Mörk” can mean three things, a unit of measurement for weight/250 grams, forest/open area on land, open field, bare area or what separates two things from each other. You can also look at different declensions and conjunctions that can then form completely different meanings. Not only is the literal meaning of the word in the foreground, but the play on words. The word game allows us to play with the language, which is exactly what makes Icelandic so interesting. Is it then possible to work with the word to infinity? With paintings and sculptures, Friða Katrín plays with language. With sharp edges and clear brushstrokes, she draws out the clarity of the K in “Mörk”.

Fríða Katrín graduated from the Fine Arts Department of the Iceland University of the Arts in the spring 2021. Now she teaches at the Myndlistarskóli Kópavogs as well as being a part of KANNSKI gallery as a social media manager. In her practise, She has focused on performances and their connections to performing arts. Her works dealt extensively with the interplay between reality and fiction, drawing upon both her personal experiences and those of others, and reimagining them to either deceive the audience or prompt them to fill in the blanks. This autumn, Fríða Katrín will embark on a new journey as she will start her Master’s studies in Creative Performance Practice (Acting) in Sitges, Barcelona.

Exhibition opening is Thursday, July 4th from 18:00-20:00 and all are welcome!

Other opening hours:

  • Friday 5th July 13:00 – 18:00
  • Saturday 6th July 12:00 – 17:00
  • Sunday 7th July 14:00 – 17:00

The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.

Ábendingagátt