Haraldur Ari, eða Hari eins og hann er kallaður, tréskurðameistari með meiru, heldur námskeið í tálgun á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Allur efniviður er á staðnum og að sjálfsögðu er allt ókeypis hér, – en það eru takmörkuð sæti, svo við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst og koma og vera með!

Skráning hér í skilaboðum, á netfangið bokasafn@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5690. Síðan má auðvitað spjalla við okkur á safninu!

Athugið að það er 14 ára aldurstakmark á námskeiðið.
Ábendingagátt