Hefur þú áhuga á anime, manga, fantasíum, tölvuleikjum og góðri, heilsteyptri stemningu? Ertu í 5. bekk eða eldri? Þá erum við með frábærar fréttir fyrir þig!

Nördaklúbburinn er fyrir krakka í 5. bekk og eldri þar sem við hittumst alla þriðjudaga frá 15-17 og mun dagskráin vera fjölbreytt eftir vikum – ein vika anime, næsta kortaspil (Yu-gi-oh, Pokémon, Magic the Gathering o.s.frv.), manga og manga teikningar, búningagerð, spunaspil – bara hvað sem er, svo framarlega sem við getum nördast yfir því!

Ertu með hugmynd að einhverju að taka fyrir? Láttu okkur vita!

Hallberg Yfirnörd fer auðvitað fyrir klúbbnum sem áður – og við vonumst til að sjá sem flesta, í banastuði á þriðjudögum!

Hlökkum til að sjá ykkur!
Ábendingagátt