Komdu og fagnaðu með okkur

Öllum áhugasömum er boðið að vera við vígslu nýs knatthúss Hauka á Ásvöllum föstudaginn 14. febrúar kl. 15. Stutt formleg dagskrá og léttur leikur í stórglæsilegu og nýju knatthúsi. Arnór Bjarki Blomsterberg prestur vígir húsið. Verktaki hússins ÍAV afhendir Hafnarfjarðarbæ húsið og í kjölfarið undirrita bæjarstjóri og formaður Hauka rekstrarsamning milli félagsins og bæjarins. Húsið verður opið frá kl. 15-17 fyrir bæjarbúa til að njóta, sjá og upplifa.

Stór stund fyrir samfélagið

„Þetta eru tímamót sem við fögnum,“ segir Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Ég hvet bæjarbúa til að koma og kynnast því hvað þetta glæsilega íþróttamannvirki mun gera fyrir íþróttaiðkun í bænum okkar.“

Stór stund og tímamót fyrir Hauka og okkur öll.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Ábendingagátt