Tölvuleikjafyrirtækið Arctic Theory býður á opið hús föstudaginn 16. desember. Frítt inn og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Dagskrá á opnu húsi

  • 17:30 – HÚSIÐ OPNAR. Arctic Theory opnar fyrir gestum og gangandi. Starfsmenn kynna starfsemina og sýna frá tölvuleik í þróun.
  • 19:30 – LIFANDI TÖLVULEIKJAGERÐ. Gefin verður innsýn í aðferðir og verkfæri sem Arctic Theory notar við þróun á tölvuleik sínum. Gísli Konráðsson mun í samstarfi við áhorfendur byggja tölvuleik upp frá grunni.
  • 20:30 – TÓNLEIKAR. Dj. flugvél og geimskip spilar frumsamda raftónlist. Hún leiðir áhorfendur í dansvænt ferðalag um óravíddir ímyndunaraflsins. Litir, ljós, reykur og ævintýri undir grípandi laglínum og góðum bassa.

Viðburður á Facebook 

Ábendingagátt