Breyting á deiliskipulagi þriggja eininga

Þann 4. nóvember verður opið hús á Norðurhellu 4, milli kl. 9:00 og 15:00 þar sem hægt verður að kynna sér eftirfarandi tillögur.

Breyting á deiliskipulagi fyrir Ásland 4.

Breytingin felst í að 54 einbýlishúsalóðum er breytt í 14 parhús og 14 raðhús. Íbúðum fjölgar um 21 í hverfinu. Einnig er gert ráð fyrir búsetukjarna með 6-7 íbúðum. Athugasemdafrestur til 27. nóvember.

Breyting á deiliskipulagi, Vellir miðsvæði vegna Tjarnarvalla 1

Breytingin felst í að fallið er frá að bílakjallari nái út fyrir lóðina og uppskipting hæða breytist. Athugasemdafrestur til 27. nóvember.

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga vegna Tinnuskarðs 24.

Breytingin fest í að heimilað er að fjölga íbúðum úr 5 í 6, bílastæðum er fjölgað um eitt. Athugasemdafrestur til 13. nóvember.

 

Ábendingagátt