Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 11. október kl. 15 fögnum við opnun einkasýningar Þóris Gunnarssonar, Eldingar, í tilefni af því að Þórir er listamanneskja Listar án landamæra 2025.
Á sýningunni leiðir Þórir Gunnarsson, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Listapúkinn, okkur inn í myndheim sem er jafnt persónulegur og býr yfir mikilli leikgleði. Þórir sækir innblástur hvaðanæva úr nærumhverfi sínu – svo sem úr strætó- og hlaupaferðum eða náttúrunni – en Þórir hefur óþrjótandi áhuga á mannlífi og íþróttum, bæði sem ötull stuðningsmaður og iðkandi þar sem hann hefur meðal annars tekið þátt í maraþonhlaupum.
Í verkum Þóris má greina eldmóð og lífsneista sem sprettur af vinnusemi, elju og mikilli sköpunarþörf. Þá vinnur hann einkum með teikningu og vatnsliti, þar sem hann nálgast miðlana af forvitni og innsæi. Teikningar sem verða til á ferðalögum hans í strætó verða jafnframt uppspretta verka sem fanga senur úr daglegu lífi og hið síbreytilega augnablik, þar sem lag eftir lag af efni og hugmyndum skapar nýjan veruleika.
Þórir starfar hjá Listvinnzlunni sem listamaður, ráðgjafi og aðstoðarkennari og hefur lagt áherslu á að auka aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listnámi. Fyrir það frumkvöðlastarf hlaut hann Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2021. Hann hefur einnig verið útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og sýnt verk sín víða, meðal annars í Norræna húsinu, Gerðarsafni og í Listasafni Reykjavíkur.
Þórir er ekki aðeins myndlistarmaður heldur einnig menningarfrömuður og tónlistarunnandi sem nýtur þess að kynnast fólki og vera í skapandi samfélagi. Með sýningunni býður hann áhorfendum að finna kraftinn sem knýr hann áfram – lífsgleðina, hreyfinguna, sköpunina og samtalið við aðra – líkt og neisti sem lýstur niður og kveikir nýjar hugmyndir.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Aðgengi í Hafnarborg er GRÆNTAðgengi er gott: skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.
Miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17-19, við lok sýningarinnar Eldingar, bjóðum við gestum í heimsókn að hitta listamanninn sjálfan, Þóri Gunnarsson,…
Föstudaginn 14. nóvember kl. 18 mun Multiverse-kvartett trommuleikarans Scotts McLemore koma fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg. Þá snýst nýútkomin…
[Polski poniżej.] Laugardaginn 15. nóvember kl. 13-15 býður Hafnarborg pólskumælandi fjölskyldum að taka þátt í þæfingarsmiðju, undir leiðsögn listakonunnar Agötu…
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýninga myndlistarmannanna Unu Bjargar Magnúsdóttur og Eggerts Péturssonar en…