Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýninga myndlistarmannanna Unu Bjargar Magnúsdóttur og Eggerts Péturssonar en Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, mun opna sýningarnar.
Sýningarrými Hafnarborgar eru byggð utan um reisulegt hús frá 1921, sem áður hýsti heimili og apótek. Aðalsalur safnsins ber þess merki þar sem bogadregin framhlið eldra hússins er áberandi kennileiti salarins. Eitt af aðalverkum sýningarinnar leikur sama leik – lágreist skilrúm teygir sig um rýmið, mótar sig eftir salnum en stikar þó nýtt rými innan þess – tómarými, nýtt svið, mögulegan leikvang. Önnur verk eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna, skúlptúrar, myndverk og pappírsverk, sem búa til fínlega frásögn sem reiðir sig á eiginleika rýmisins, efni þess og birtu, möguleika og takmarkanir. Þá tvinna þau saman tímalínur byggingarinnar, sögulegar og skáldaðar, og velta upp tengslum fyrirmynda og eftirmynda. Sýningarstjóri er Þórdís Jóhannesdóttir.
Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) beitir ýmsum aðferðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist og hegðun. Hún notar áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt, þar sem nákvæmar uppstillingar og fábrotnir munir skapa ákveðið sýndaryfirborð sem hreyfir við hefðbundnum hugmyndum um merkingu og skynjun. Una Björg nam við Listaháskóla Íslands og ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur sýnt víða, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gerðarsafni og Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Hún var tilnefnd sem Myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 2025 og hlaut Guðmunduverðlaunin árið 2024.
Eggert Pétursson hefur um árabil vakið athygli fyrir einstakan og ástríðufullan áhuga á íslenskri náttúru og þá sérstaklega flóru landsins. Í Sverrissal Hafnarborgar sýnir hann ný verk, þar á meðal málverk unnin sérstaklega fyrir sýninguna, þar sem hann heldur áfram rannsókn sinni á íslenskri náttúru en beinir sjónum sínum nú upp á við – að fjallagróðri og opnum himni. Smæstu jurtir verða að stórbrotnu landslagi þar sem gróður og yfirborð jarðar breytast í fínstillta myndbyggingu sem endurspeglar tíma, birtu og breytileika. Einnig er sýnd sería nýrra grafíkverka, unnin í tengslum við væntanlega þýðingu á Paradís úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, þar sem andlegur og táknrænn heimur kallast á við jarðbundna sýn listamannsins. Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir.
Eggert Pétursson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan van Eyck Academie í Maastricht. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Nordatlantensbrygge í Kaupmannahöfn og Pori Art Museum í Finnlandi. Jafnframt má nefna að Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award 2006 (Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Reykjavík, Kaupmannahöfn og Nice). Þá myndskreytti Eggert vinsæla útgáfu af Íslenskri flóru eftir Ágúst H. Bjarnason sem kom fyrst út árið 1983. Eggert starfar með i8 gallerí í Reykjavík þar sem hann hefur oftsinnis sýnt. Ýmsar bækur tileinkaðar verkum hans hafa einnig verið gefnar út.
Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.
Sunnudaginn 7. desember kl. 14 mun Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um einkasýningu sína, Fyllingu, ásamt Þórdísi…