Plötumarkaðurinn sívinsæli á Bókasafni Hafnarfjarðar mun standa í viku, frá 24. maí til 30. maí.

Við erum á fullu að laga til í geymslum og grisja safnkost fyrir flutninga – og nú bjóðum við upp á hinn allra besta súper-plötumarkað fyrr og síðar, með geisladiskum, DVD og vínil fyrir alla sem elska músík!

Fyrstir koma fyrstir fá á þessum einstaka viðburði – við eigum fullt af tónlist sem langar að koma heim með þér og búa hjá fólki sem er tilbúið að sinna henni og hlusta á oft og mörgum sinnum. Allt á 200 krónur stykkið, magntilboð 30 stykki á 5000 og málið dautt!

Húsið opnar kl 12:00. Posi á staðnum!
Ábendingagátt