Plötusala

Kjallaratiltektin heldur áfram! Síðasta plötusala sló aldeilis í gegn, og nú endurtökum við leikinn.
Við efnum til plötu-og tónlistarsölu á Bókasafni Hafnarfjarðar þar sem aukaeintök og ónotað efni leitar nýs heimilis. Það er synd að sjá plötur óspilaðar, svo við hvetjum alla tónlistarunnendur til að mæta og grúska – hver veit hvort að hin fullkomna jólagjöf leynist í kössunum!
Vinyll, geisladiskar, og ýmislegt annað skemmtilegt á 200 krónur stykkið!

Húsið opnar 11:00, og stendur salan til 3. desember.

Ábendingagátt