Fræðsluerindi um erfðarétt og erfðamál með Elísabet Pétursdóttur, lögmanni hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar.

Elísabet mun fara yfir ýmis hagnýt atriði er varða erfðarétt, s.s. helstu erfðareglur sem nauðsynlegt er að þekkja, hvernig standa ber að erfðaskrá, hvaða atriði algengt er að erfðaskrá fjalli um og hvaða heimildir einstaklingur hefur sem situr í óskiptu búi. Einnig verður farið yfir atriði er lúta að fyrirframgreiddum arfi, erfðafjárskatti og fleiri atriði. Tími gefst til almennra fyrirspurna og umræðu um efnið.

Aðgangur ókeypis, heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir
Ábendingagátt