Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22 bjóðum við gestum að fagna Safnanótt með okkur í Hafnarborg, þegar boðið verður upp á dagskrá sem tengist list, náttúru og vellíðan. Þá verða tveir viðburðir í safninu um kvöldið, þar sem gestum gefst kostur á að fylgjast með listsköpun og njóta slakandi hljóðupplifunar, auk þess að heimsækja yfirstandandi sýningar safnsins. Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um dagskrá Hafnarborgar á Safnanótt:
18:00-19:00 Blóm verða til – fylgstu með blómagerð Innan yfirstandandi sýningar Eggerts Péturssonar í safninu mun Doaa frá Palestínublómum vinna blóm úr kreppappír í rýminu. Þá byggir blómagerðin á næmi fyrir litum og formi, líkt og sjá má í verkum Eggerts, þar sem smæstu jurtir verða að stórbrotnu landslagi á myndfletinum. Gestum er boðið að fylgjast með ferlinu þegar handgerð pappírsblóm taka á sig mynd innan sýningarinnar og kallast á við verkin í kring.
19:00-20:00 Tónaflóð – tónheilun með Völu Gestsdóttur Vala Gestsdóttir, tónskáld, víóluleikari og jógakennari, leiðir djúpslakandi stund í staðbundinni innsetningu Unu Bjargar Magnúsdóttur. Með róandi tónum er gestum boðið í ferðalag sem hreyfir við orkuflæði líkamans, styður við jafnvægi, nærveru og innri kyrrð út frá heilunarmætti tónlistarinnar. Mælt er með því að vera í þægilegum fatnaði og hafa meðferðis dýnu, púða og teppi og jafnvel augnhvílu.
Á Safnanótt opna allflest söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar fram á kvöld og bjóða gestum að upplifa sýningar og viðburði af ýmsu tagi. Þá taka menningarstofnanir Hafnarfjarðar – Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg – vel á móti gestum eins og vanalega með fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Frítt er inn á öll söfnin og alla viðburði í tilefni kvöldsins.
Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á fyrstu hádegistónleika ársins í Hafnarborg en þá verður Kristján Jóhannesson gestur Antoníu…
Vetrarhátíð 2026 Vetrarhátíð 2026 verður haldin dagana 5.–8. febrúar. Hún fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð…
Byggðasafn Hafnarfjarðar verður með opið í þremur húsum á Safnanótt. Opið verður frá 18-22 í Pakkhúsinu, Sívertsen húsi og Beggubúð.…
Föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22 bjóðum við gestum að fagna Safnanótt með okkur í Hafnarborg, þegar boðið verður upp á…
Sundlaugar bæjarins standa öllum opnar á Sundlauganótt laugardaginn 7. febrúar og er frítt inn á hápunktum dagsins. Ásvallalaug – frítt…