Cargo art? – LitlaGallerý
Endurnýting – endurvinnsla – endurmótun endurröðun. Þessi orð eiga við um öll verkin á sýningunni sem áttu sitt fyrra líf…
Pakkhúsið, Sívertsenshúsið og Beggubúð verða opin frá kl. 18:00-22:00 á Safnanótt 7. febrúar 2025
Pakkhúsið
18:00 – 22:00 Húsið opið
18:00 – 22:00 Glænýr ratleikur um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð.
20:00 – 21:00 Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur: Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur heldur forvitnilegan fyrirlestur um nýútkomna bók sína og leiðir okkur í gegnum hjátrú af ýmsum toga.
Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur hefur skrifað og tekið saman á þriðja tug bóka um þjóðfræðileg, sagnfræðileg og bókmenntafræðileg efni. Nýverið gaf hann út bókina Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur þar sem fjallað er um þjóðtrú af ýmsum toga. Símon Jón mun leiða okkur í gegnum margslungna, stundum varasama og oft á tíðum fyndna hjátrú sem við mörg þorum ekki annað en að fylgja.
21:00 – 21:30 Margrét Lára Jónsdóttir leikur á fiðlu og Tómas Vigur Magnús leikur á píanó nokkur klassísk og falleg lög í lok kvölds.
Tónlistarfólkið Margrét Lára Jónsdóttir fiðluleikari og Tómas Vigur Magnússon píanóleikari verða með tónleika í lok kvölds í Pakkhúsinu. Markmið þeirra er að miðla sígildri og klassískri tónlist til almennings og vekja þannig áhuga á töfrum tónlistarinnar og mikilvægi tónlistarnáms fyrir alla samfélagshópa.
Sívertsenshús
18:00-22:00 Húsið opið
18:00-22:00 Annríki, þjóðbúningar og skart sýna baðstofuverkin
Annríki – Þjóðbúningar og skart verða í Sívertsens-húsi á safnanótt. Þau munu mæta í sínum margrómuðu þjóðbúningum og sýna okkur ýmis verk sem áður fyrr voru unnin í vetrarmyrkrinu í baðstofunni. Annríki – Þjóðbúningar og skart sérhæfir sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær. Ásmundur er vélvirki og gullsmiður en Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðingur. Ef þú vilt vita allt um baðstofuverkin og þjóðbúninga komdu þá í heimsókn á Safnanótt.
18:00-22:00 Glænýr ratleikur um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð
Beggubúð
18:00-22:00 Magnaðir munir í myrkrinu – komdu og skoðaðu Beggubúð í myrkri
Svartamyrkur verður í Beggubúð svo nauðsynlegt verður að draga fram vasaljós til að skoða munina í búðinni gaumgæfilega. Það gæti orðið vandi að finna hluti fyrir ratleikinn í myrkrinu þar.
18:00-22:00 Glænýr ratleikur um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð