Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg, föstudaginn 22. nóvember kl. 18, býður gítarleikarinn Andrés Þór til leiks norrænt tríó sem er skipað, auk Andrési, þeim Frederik Villmow, trommuleikara (Þýskalandi/Noregi), og Bárði Reinert Poulsen, bassaleikara (Færeyjum). Þeir félagar léku í byrjun sumars á nokkrum tónleikum í Noregi við góðar undirtektir, meðal annars á djassklúbbnum Herr Nilsen í Osló, þar sem hinn frábæri gítarleikari Lage Lund var sérstakur gestur tríósins. Á efniskránni í Hafnarborg verða frumsamin lög eftir Andrés auk þess sem einstaka vel valdir djasshúsgangar fá að heyrast í bland.
Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru styrktir af Norsk-íslenska menningarsamstarfssjóðnum.
Andrés Þór, gítarleikari, lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH, bakkalárgráðu og meistaragráðu frá Konunglega tónlistarháskólanum í Den Haag í Hollandi. Þá flutti Andrés heim frá Hollandi árið 2004 og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðan og gefið út fjölda platna, jafnt í eigin nafni sem og í tengslum við ýmis samstarfsverkefni. Andrés starfar einnig sem tónlistarkennari og deildarstjóri við MÍT og sem aðjúnkt við rytmíska kennaradeild tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Árið 2014 var Andrés útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar í formi tilnefninga til ýmissa verðlauna, hvatningarverðlauna og listamannalauna. Auk þess að hafa starfað með mörgum helstu tónlistarmönnum á Íslandi hefur Andrés svo komið fram á tónleikum með heimsþekktum djasstónlistarmönnum á borð við Ari Hoenig, Orlando LeFleming, Colin Stranahan, Jens Larsen, Mariu Schneider og Perico Sambeat. Andrés hefur komið fram víða á Íslandi og í Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Tékklandi, Slóvakíu, Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Bárður Reinert Poulsen, bassaleikari, er fæddur og uppalinn í Færeyjum en flutti til Noregs árið 2011 þar sem hann stundaði nám við hina þekktu djassdeild við Tónlistarháskólann í Þrándheimi, þaðan sem hann lauk bakkalárgráðu árið 2014. Árið 2020 lauk hann síðan meistaragráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló. Bárður er búsettur í Osló og er lykilmaður í hinni ólgandi djasssenu þar í borg. Hann hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, svo sem Espen Berg Trio, Wako, The Fjords, Karl Bjora’s Aperture, auk þess að fara í tónleikaferðir með Tore Brunborg Trio, Silje Nergaard og mörgum fleirum. Hann hefur komið fram og farið í tónleikaferðir um sautján Evrópulönd og fjórar tónleikaferðir til Japan og Kína, auk þess að koma fram víðs vegar í Noregi. Bassaleikur hans ber vott um nákvæmni en er einnig leikrænn á sama tíma og hann er meðvitaður um umhverfi sitt.
Frederik Villmow, trommuleikari, er búsettur í Osló og er virkur í verkefnum eins og Frederik Villmow Trio/Quartet, Cecilie Grundt Quartet og Olga Konkova Project. Hann hefur unnið með fjölbreyttum listamönnum á borð við Tomas Franck, Carl Winther, Vigleik Storaas, Felix Peikli, Bjørn Vidar Solli, Will Vinson, John Pål Inderberg, Sigurð Flosason, Andrés Þór, Mats Holmquist Big Band og Gabriel Pérez SoundTrip Orchestra ásamt Chris Potter. Hann hefur gefið út fjórar plötur í sínu nafni sem hafa allar hlotið góð viðbrögð frá alþjóðlegum fréttamiðlum á borð við Japan Jazz Magazine, Jazz Life Japan, Jazzthing Germany, JazzDK og UK Vibe. Nýjasta plata hans New York Session skartar þremur af færustu djassleikurum New York borgar, þeim Nicole Glover, Alexander Claffy og David Kikoski. Á tónleikaferðalögum hefur hann til að mynda lagt leið sína til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kúveit, Englands, Finnlands, Eistlands, Grikklands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Þýskalands, Póllands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs.
Sjá viðburð á Facebook.