Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Litla Gallerý heiðrar að þessu sinni aldraða listakonu sem nálgast tírætt, fæddist 15. nóvember 1926. Hún ólst upp hér í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra barnaskólans og Ragnheiðar Jónsdóttur rithöfundar.
Listrænir hæfileikar Rúnu komu snemma í ljós. Hún byrjaði að teikna um leið og hún gat valdið blýantinum og um fermingaraldur var hún farin að leita út í náttúruna til að mála og teikna. Hún hóf nám á kvöldnámskeiði Myndlista- og handíðaskólans á Grundarstíg í Reykjavík 15 ára árið 1943 og eftir það í hinum nýja dagskóla. Ári síðar settist í skólann ungur maður sem hét Gestur Þorgrímsson og þau urðu fljótlega par. Þegar bæði höfðu lokið námi við skólann héldu þau til náms við Konunglega kúnstakademíið í Kaupmannahöfn þar sem hún lagði stund á málaralist en hann settist í myndhöggvaradeild. Þau komu heim sumarið 1947 með ungt sveinbarn og stofnuðu ásamt fleiri listamönnum leirmunagerðina Laugarnesleir. Þar með var hafinn listamannaferill Gests og Rúnu sem átti eftir að standa í meira en hálfa öld.
Uppeldi fjögurra barna og brauðstrit tók sinn tíma, en blað og blýantur voru alltaf innan seilingar Rúnu, sköpunarþörfin sofnaði aldrei. Eftir daga Lauganesleirs fór Rúna að vinna að myndlýsingum bóka og síðar tóku þau hjónin aftur til við leirmunagerð. Þau unnu líka saman að gerð skreytinga utanhúss. Þótt samvinna þeirra væri náin þroskuðust þau einnig sem sjálfstæðir listamenn.
Verkefnin á löngum myndlistarferli Rúnu urðu mörg og margs konar: myndlýsingar og auglýsingar, hönnun fyrir keramikframleiðslu og leirmunaskreytingar, málverk og teikningar og stórar veggskreytingar. Rúna vildi að í þessari sýningu yrði lögð áhersla á fjölbreytnina á ferli hennar, ekki síst á myndlýsingarnar, en úr þeim má lesa þróun frá léttu línuspili skreytinga yfir í þá þrykktækni sem varð eitt af höfuðeinkennum hennar. Einnig má hér sjá frumteikningar af diskunum sem gefnir voru út í tilefni af þjóðhátíðinni 1974 og fleiri frummyndir að keramikframleiðslu.
Efniviður og samhengi móta lausnir en höfundareinkenni Rúnu eru ávallt skýr, formin eru lífræn í mýkt sinni hvort sem um er að ræða hlutbundna eða óhlutbundna list, línan er sterk og leikandi, litaspilið oftast fínlega tónað. Málverk, einkum á handgerðan japanskan pappír, eru ásamt myndum á keramiskar flísar þau verk sem flestir þekkja frá hennar hendi. Rúna hélt margar sinna stærstu sýninga eftir að þeim aldri var náð sem flestir kenna við eftirlaun – síðast hélt hún einkasýningu þegar hún fagnaði níræðisafmæli sínu.
Með háum aldri minnkar þrekið og sjónin hefur nú daprast svo mjög að Rúna getur ekki lengur lesið eða skrifað. En hún opnar ennþá litakassann og dregur fram pennana þegar nær dregur jólum. Um langt árabil hafa gjafir afkomendanna verið skreyttar handgerðum merkimiðum og þannig verður það enn um næstu jól. Sumar smámyndanna sem hér sjást eru gerðar á undanförnum vikum. Litanæmi Rúnu hefur ekki dofnað, hún velur saman skæra tóna sem skína í fullkomnu jafnvægi. Línan dansar enn styrk og hrein úr pennanum, höndin man, flæðið er órofið.
Rúna var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2014 og hún var bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2005.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 7. nóvember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar: Föstudagur 8. nóvember 13:00 – 18:00 Laugardagur 9. nóvember 12:00 – 17:00 Sunnudagur 10. nóvember 14:00 – 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
—————————–
With this exhibition, The Little Gallery pays homage to an aging artist who will soon be celebrating her 98th birthday. Sigrún Guðjónsdóttir, known as Rúna, was born here in Hafnarfjörður on November 15th 1926, daughter of school principal Guðjón Guðjónsson and author Ragnheiður Jónsdóttir.
Rúna’s artistic abilities became evident at a young age. She began drawing as soon as she could hold a pencil and from the age of 13 she would venture out to draw and paint from nature. She began her studies at the School of Arts and Crafts in Reykjavík at the age of 15. A year later, a young man named Gestur Þorgrímsson entered the school, and the young people soon became an item. After their studies at the Reykjavík school, they both gained entry to the Royal Academy of Fine Arts in Copenhagen, where she studied painting and he sculpting. The young couple returned to Iceland in 1947 with their firstborn child, and started the ceramic studio Laugarnesleir along with artist friends.
Caring and providing for a family of four children required time and energy, but pencil and paper were always within Rúna’s grasp, the urge to create never diminished. After the days of Laugarnesleir studio, Rúna began to illustrate books, and later the couple again turned to work in ceramics. They also created several large works of architectural ornamentation together. Although their cooperation was close and extensive through the years, they also developed as individual artists.
During her long career as an artist, Rúna worked in many areas; illustration and graphic design, ceramics and design for ceramic production, painting and drawing, large wall decorations. In this exhibition, Rúna wanted to emphasise the diversity of her artistic production, and not least her work in illustration. In the examples shown, a development can be seen from the fine brush-line of decoration to the beginning of the special print-technique that was to become prominent in her later work as a painter. On exhibit here are also originals of some of the ceramic designs that went into production abroad.
Both materials and intention for use obviously shape Rúna’s artistic work, but clear character traits are evident: the feminine organic forms, whether the work is abstract or representational, the line is always strong and elegant in its playfulness, the colours are most often vibrant but delicate tonal hues. The public is best aquainted with her paintings on handmade Japanese paper and ceramic tiles. Rúna gave many of the largest exhibitions of her work after she had reached the age where most people think of retirement – her last solo exhibition was to celebrate her 90th birthday and consisted of paintings made in the previous two years.
Age naturally takes its toll, and by now Rúna’s eyesight has weakened to such an extent that she can no longer read or write. However, as Christmas draws near, she still takes out her box of pastels and her pens. For many years, all gifts to family have been decorated with hand-made gift-tags, miniature works of art. Some of the ones here on display are made in the past weeks. The artist’s sense of colour has not diminished, she chooses bright hues that dance in perfect harmony. The line still flows from the pen with amazing strength – the hand remembers, the flow is unbroken.
Exhibition opening is November 7th from 18:00-20:00 and all are welcome!
Other opening hours: Friday 8th November 13:00 – 18:00 Saturday 9th November 12:00 – 17:00 Sunday 10th November 14:00 – 17:00
The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.
Laugardaginn 9. nóvember kl. 14 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun tveggja einkasýninga í Hafnarborg. Landnám Um er að…