Sýning heimildarmyndarinnar Sjómannalíf á veiðum með nýsköpunartogaranum Júlí GK 21

📍 Fundarsalur Hafrannsóknarstofnunar, Fornubúðum 5, Hafnarfirði
📅 Sunnudaginn 1. júní
🕐 Frá kl. 13:00–16:00

Í tilefni Sjómannadagsins býðst gestum að horfa á heimildarmyndina Sjómannalíf á veiðum með nýsköpunartogaranum Júlí GK 21 frá árinu 1950. Myndin verður sýnd í síendurteknum sýningum frá kl. 13 til 16 í fundarsal Hafrannsóknarstofnunar.

Júlí GK 21 var fyrsti nýsköpunartogari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, og myndin dregur upp lifandi mynd af störfum harðduglegra hafnfirskra sjómanna um miðja 20. öld. Hún sýnir veiðar í salt á síðutogara og gefur okkur innsýn í þá veröld sem var – löngu áður en nútímatækni tók við.

Myndin var upphaflega gefin út af Hafnarstjórn Hafnarfjarðar árið 1989 í tilefni af 80 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar og hefur gildi sem mikilvæg heimild um íslenska útgerðarsögu og líf sjómanna í fortíðinni.

Öllum er velkomið að koma og njóta – frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Verið hjartanlega velkomin á Sjómannadaginn!

Ábendingagátt