ÞÍN RÖDD – ÞITT ATKVÆÐI

Ertu einstaklingur af erlendum uppruna búsettur í Hafnarfirði?

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí nk. og ef þú hefur verið með lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt þá hefur þú rétt til að kjósa.

Hefur þú áhuga á að fá fræðslu um réttindi þín, hlutverk sveitarstjórna, sveitarstjórnarkosningarnar og hvernig þú getur tekið þátt í lýðræðinu á Íslandi? Hefur þú áhuga á að hitta aðra innflytjendur til að ræða málin og deila eigin reynslu?

Ef þú hefur áhuga bjóðum við þér að skrá þig hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um vinnustofur sem haldnar verða í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn í Hafnarfirði og hvernig þú getur tekið þátt.

Verkefnið er stutt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og innleitt í samstarfi Hafnarfjarðarbæ.

Það kostar ekkert að kynna sér málin og taka þátt !

Vinnustofur:

  • laugardagur 7. febrúar frá kl. 10-17
  • þriðjudagur og miðvikudagur 10. og 11. febrúar frá kl. 19:30 til 21:30
  • sunnudagur 15. febrúar frá kl. 10-17
  • þriðjudagur og miðvikudagur 10. og 11. mars frá kl. 19:30-21:30
  • sunnudagur 22. mars 13-16 – skiltagerð
Ábendingagátt