Megi mátturinn vera með ykkur öllum í maímánuði!

Sem áður fögnum við fjórða maí en þá verður líf og fjör á Bókasafni Hafnarfjarðar! Við fáum frábæra gesti í heimsókn, en uppáhalds vondukallar allra, 501. hersveit keisarans, verða á svæðinu og hver veit nema að hans hátign sjálfur og hægri hönd hans, Svarthöfði, líti við!

Allir krakkar fá barmmerki (á meðan birgðir endast), við ætlum að föndra og leika okkur, sýnum hvernig á að gera stormsveitarbrynju, vera með ratleiki og alls kyns skemmtun fyrir alla, alstaðar að úr stjörnuþokunni!

Við hvetjum alla til að mæta í búningum!

Dagskrá

13:00 – 501st herdeildin og mætir og sýnir sig. Barmmerkjum dreift til krakka

13:30 – Stjörnustríðssögustund

14:00 – Herdeildin mætir – og Svarthöfði með!

14:30 – Myndataka með herdeildinni
Ábendingagátt