Sem áður fögnum við sumri á Bókasafni Hafnarfjarðar með tónlist, gleði og sólarkaffi!

Kvartettinn Barbari mætir með sumarsveiflu klukkan 12:30. Þessir fjórir fríðu herramenn eru gestum kunnir, enda dagfarsprúðir afbragðsmenn sem syngja afskaplega vel! Þeir taka að sér að vera sumarsöngfuglar. Svo mun stór-vinur okkar, Tufti tröllkarl, heilsar upp á börnin.

Heitt á könnunni, kleinur, kex og sólskin (að minnsta kosti í hjarta!) á bókasafninu þínu á sumardaginn fyrsta.
Ábendingagátt