Dagur leikhússins verður haldinn hátíðlegur á Bókasafni Hafnarfjarðar, þar sem að Flækja heldur sýningu fyrir yngstu áhorfendurnar.

Leikritið Það og Hvað er skrifað af þeim Sigríði Ástu Olgeirsdóttur og Júlíönu Kristínu Jónsdóttur og fjallar um samnefndar persónur sem lenda í ýmsum ævintýrum sem fá þær til að velta fyrir sér ástinni, vináttunni, lífinu og tilverunni.

Persónurnar fá börnin til þess að hjálpa sér að leita svara við þeim spurningum og vangaveltum sem upp koma og tjá einnig hugmyndir sínar og vangaveltur með söng og dansi. Persónurnar klæðast litríkum og skemmtilegum búningum sem fanga athygli yngstu áhorfenda.

Leikritið er u.þ.b. 30 mínútur að lengd.
Ábendingagátt