Hljodrit.is, dreifingarfyrirtæki, Spotify editorial pitch, – hvað er þetta allt saman? Af hverju getur Svavar Gests ekki bara gefið þetta út eins og í gamla daga? Unnur Sara Eldjárn er eldklár á öllu sem þarf að vita, og hefur aðstoðað marga sem leita aðstoðar um hvaða skref þarf að taka í byrjun til að gefa út tónlist og þyrftu að fá smá handleiðslu.

Áttu gamlar upptökur sem væri gaman að leyfa einhverjum að heyra? Ertu að plana að verða næsti Freddie? Ertu að byrja að Spotify og ert ekki viss um hvernig er best að höndla þetta allt? Eða viltu kannski bara koma í varðveislu á stafrænu formi lögum frá þér eða jafnvel foreldrum þínum og öðrum ættingjum? Við förum yfir þetta allt hér á þessum stutta pistli, og svo mun Unnur Sara aðstoða fólk í uppsetningu.

Við hvetjum fólk til að mæta með fartölvur svo þetta gangi sem best fyrir sig.
Ábendingagátt