Komdu með í göngu!

Harpa Gústavsdóttir leiðir kærleiksgöngu fyrir börn við Hvaleyrarvatn. Harpa hlaut menningarstyrk haustið 2023 fyrir verkefnið Kveikjum á kærleikanum sem var ljósaganga upp Helgafellið sem endaði með því að kveikja á tveggja metra háu hjartaljósi á toppnum. Nú í sumar leiðir hún samskonar viðburð ætlaðan börnum þar sem sumarið og kærleikurinn er í forgrunni. Við byrjum á því að spjalla aðeins um kærleikann og hvað hann þýðir fyrir okkur áður en við höldum út í náttúruna og tínum blóm – en hvert blóm táknar einhvern sem okkur þykir vænt um. Þegar allir hafa týnt sinn vönd förum við niður í fjöruna þar sem búið verður að koma fyrir hjartalaga grindum sem börnin festa blómin sín á. Úr þessu verður svo hjartalaga skúlptúrar. Viðburður tekur u.þ.b. tvær klukkustundir. Gengið verður frá bílastæðinu vestan megin við Hvaleyrarvatn (nær Völlum).  

Menningar- og heilsugöngur 2024

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund.

Komdu út að ganga í sumar!

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði sumarið 2024

Ábendingagátt