Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 24. febrúar og þriðjudaginn 25. febrúar. Af því tilefni býður Heilsubærinn Hafnarfjörður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í vetrarfríinu og finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna á vef bæjarins. Meðal annars er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Mánudagur 24. febrúar 

  • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21 
  • Nýr ratleikur í Pakkhúsinu fyrir börnin og barnaleiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 13. Opið kl. 11-15  
  • Á Bókasafni Hafnarfjarðar verður opið í spilaverinu allan daginn, nýr Harry Potter ratleikur frá 9-12 og grímugerð í barnadeildinni frá 13-16!
  • Í Hafnarborg verður fjöltyngd skúlpursmiðja með Lukasi Bury og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur frá kl. 13-15

Þriðjudagur 25. febrúar

  • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21. Barnaþættir og bíómyndir á risaskjá í Ásvallalaug 11-16!
  • Nýr ratleikur í Pakkhúsinu fyrir börnin. Áhugaverðar sýningar á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Opið kl. 11-15
  • Á Bókasafni Hafnarfjarðar verður opið í spilaverinu allan daginn, grímugerð í barnadeildinni frá 12-15, tröllasmiðja með Vilborgu Bjarkadóttur frá 13-15 í fjölnotasal og nýr Harry Potter ratleikur frá 13-16. Nördaklúbburinn/VR verður á sínum stað frá kl. 15:15-17 í fjölnotasalnum.
  • Í Hafnarborg verður skúlptúrsmiðja með Önnu Hrund Másdóttur frá kl. 13-15

Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu. Á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum af áhugaverðum stöðum að heimsækja, leik- og boltavellir eru víða og fjölmargar göngu- og hjólaleiðir liggja um Hafnarfjörð. 

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís! 

Ábendingagátt