Smiðja og sögustund á laugardegi með hafprinsessunni milli 13:00 og 15:00. Þátttaka ókeypis!

Vissuð þið að Sameinuðu þjóðirnar hafa yfirlýst markmið sem eiga að hjálpa okkur að gera heiminn betri fyrir alla? Eitt af þessum markmiðum er verndun hafsins sem er okkur svo kært hér í litla hafnarbænum okkar. Vikuna fyrir sjómannadaginn ætlar Bókasafn Hafnarfjarðar að hampa þessu markmiði og varpa ljósi á hafið og mikilvægi þess með smiðjum, skemmmtun og gleði.
Ábendingagátt