⚓️ „Viltu koma í sjómann?“ – Kraftakeppni við Flensborgarhöfn

📍 Við minnismerkið um veru Þjóðverja í Hafnarfirði – Flensborgarhöfn
📅 Sunnudaginn 1. júní
🕐 Kl. 13:00–17:00

💪 Ertu tilbúin(n) að taka slaginn?
„Viltu koma í sjómann?“ er hress og kraftmikil áskorun þar sem þú getur skorað á vini, vandamenn – eða bara næsta vegfaranda í góðum, gamaldags sjómannsslag!

🥊 Frá kl. 14:30 til 15 skorar Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar á bæjarbúa að mæta sér í sjómann! Þorir þú?

Brettu upp ermarnar og mættu til leiks – hér er bæði gleði og keppnisskap í fyrirrúmi.

Frábær stemming á sögulegum stað – þar sem saga og skemmtun mætast!

Ábendingagátt