Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
10. bekkur Víðistaðaskóla sýnir stórsöngleikinn Saga úr Vesturbænum, WEST SIDE STORY, eftir Sondheim og Bernstein 14.-16. febrúar. Sýningarnar verða fimm og nú er allt að smella fyrir þá fyrstu.
10. bekkur Víðistaðaskóla sýnir stórsöngleikinn Saga úr Vesturbænum, WEST SIDE STORY, eftir Sondheim og Bernstein 14.-16. febrúar. Sýningarnar verða fimm.
„Þetta er einn hugrakkasti leikhópur sem ég hef starfað með,“ segir leikstjórinn Níels Thibaud Girerd á Facebook-síðu sinni. Hann leikstýrir nú sýningu 10. bekkjar annað árið í röð, enda unnið kraftaverk með krökkunum.
„Þau eru jafn gömul og unglingarnir í verkinu og þau springa út í ást, sorg, dansi og söng. Þetta er saga unglinga í fortíð, nútíð og framtíð í veruleika sem við oft þorum ekki að horfast í augu við,“ ritar Niels á Facebook. „Þau vinna þetta af heilindum, þroska og hugrekki. Ég tel mig heiðraðan að vinna með þeim.“
Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt í höndum krakkanna og foreldra þeirra. Kristín Högna Garðarsdóttir leiðir listræna teymið, en hún er textílkennari Víðistaðaskóla og hefur séð um búningana í söngleiknum síðustu 7 ár. Dansana samdi Mirjam Yrsa Friðleifsdóttur. Þá sér Jóhanna Ómarsdóttir um tónlist og söng, rétt eins og síðastliðin 7 ár.
Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra. Allir nemendur í 10. bekk koma á einhvern hátt að verkefninu. Metnaðurinn sem lagður er í þetta verkefni er gríðarlegur. Virkilega gaman er að fylgjast með íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla breytast í töfrandi leikhús.
Miðinn kostar 1700 krónur og sýningin er um tvær klukkustundir og korter með hléi. Miðasala er á Tix.
Sýningar eru:
Myndir/Benedikt Oliver Jensson
Hópur nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar tóku á föstudag þátt í lýðræðisfundi Barnaheilla. Barnaheill hefur hafið herferðina #ÉGLOFA sem er vitundarvakning á…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Opnunartími Suðurbæjarlaugar lengist og verður til 21.00 á sunnudagskvöldum frá og með næsta sunnudag. Já, nú verða sunnudagarnir enn skemmtilegri…
Kuldatíð felur sannarlega í sér tækifæri sem áhugasamir nýta óspart. Nýjasta lofsverða framtakið er snjóframleiðsla á Víðistaðatúni þar sem öflugir…
Verslunarmiðstöðin Fjörður fagnar 30 ára afmæli sínu í dag föstudaginn 22. nóvember og Hafnarfjarðarbær fagnar með. Sérstök athygli er vakin…
Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og uppbygging þegar hafin. Nú hefur nýjum lóðum verið bætt við fyrsta áfanga…
Hafnarfjarðarbær og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa skrifað undir samning vegna félagsfólk Hlífar í leikskólum Hafnarfjarðar. Vinnustöðvun, sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag,…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Þann 12. ágúst, síðastliðinn, sýndi sviðslistahópurinn Þríradda sviðsverkið SinfóNýja í Apótekinu í Hafnarborg við góðar viðtökur. Sýningin var afrakstur skapandi…
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir annars vegar náttúruvættið Litluborgir og hins vegar náttúruvættið Kaldárhraun og…