Viðurkenning fyrir verkefni í þágu fjöl-/tvítyngdra

Fréttir

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hlutu á dögunum viðurkenningu fyrir tvö Erasmus+ verkefni: „Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“ og „Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“. Verkefnin fengu viðurkenningu fyrir að stuðla að jöfnum tækifærum. 

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hlutu á dögunum viðurkenningu fyrir tvö Erasmus+ verkefni: „Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“ og „Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“. Verkefnin fengu viðurkenningu fyrir að stuðla að jöfnum tækifærum, en það voru Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ sem veittu viðurkenninguna. 

Þjálfun og uppbygging á reynslu í móttöku og aðlögun barna innflytjenda og flóttamanna

Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes hafa á undanförnum árum átt í samstarfi um símenntun grunnskólakennara, sem meðal annars hefur beinst að því að veita kennurum þjálfun og byggja upp reynslu í móttöku og aðlögun barna innflytjenda og flóttamanna í grunnskólunum á höfuðborgarsvæðinu. Um 40 kennarar og starfsmenn skólaskrifstofa hafa heimsótt skóla í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með stuðningi frá Erasmus+.

Sótt í reynslu þekkingu og reynslu nágranna okkar á Norðurlöndunum 

Um leið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lýstu því yfir árið 2017 að þau væru öll viljug til að taka á móti fleiri flóttamönnum og hælisleitendum vaknaði sú spurning hvernig væri hægt að styðja við kennara í því að taka á móti nemendum úr þessu hópi, kenna þeim og aðlaga að íslensku samfélagi. Nærtækast þótti að sækja í þekkingu og reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum og styrkir frá Erasmus+ gerðu það mögulegt skólaárin 2017-2018 og 2018-2019. Alls hafa kennarar úr 34 skólum á höfuðborgarsvæðinu heimsótt um 20 skóla í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í gegnum umrædd verkefni. Í kjölfar heimsóknanna hafa þeir síðan miðlað af reynslu sinni til hundruða annarra kennara á höfuðborgarsvæðinu í gegnum fræðslufundi, fyrirlestra og annað kynningarefni.

Sjá nánar um Erasmus+ verkefni SSH:

 Viðurkenningargripurinn er frá handverkstæðinu Ásgarði í Mosfellsbæ, sem er verndaður vinnustaður sem vinnur í anda Rudolf Steiner. Sjá myndband um verkefnin

https://www.youtube.com/watch?v=FsLChxN0paI

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Ábendingagátt