Vígsla og afhending á verðlaunabekknum Vörður

Fréttir

Nýr og fallegur bekkur hefur verið settur upp á Hleinum að Langeyrarmölum við bílastæði þar sem listaverk er staðsett.  Hönnuður bekkjar eru þau Reynir Reynisson, Ásdís Ýr Einarsdóttir og Erla Rún Ingólfsdóttir. Skólameistari Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, afhenti bekkinn við formlega athöfn í vikunni.

Nýr og fallegur bekkur hefur verið
settur upp á Hleinum að Langeyrarmölum við bílastæði þar sem listaverk er
staðsett. Bekkurinn er liður í verkefninu Brúkum bekki, samfélagsverkefni sem
staðið hefur yfir frá árinu 2013 og telur í dag rúmlega 50 bekki. Hönnuður
bekkjar eru þau Reynir Reynisson, Ásdís Ýr Einarsdóttir og Erla Rún
Ingólfsdóttir. Skólameistari
Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, afhenti bekkinn við formlega athöfn í
vikunni.

Vinningstillaga
í hugmyndasamkeppni hönnunardeildar

Forsaga bekkjar er að á fundi
verkefnisstjórnar Brúkum bekki þá var samþykkt að leita til Iðnskólans í
Hafnarfirði um að fá nemendur í hönnun til að koma með hugmynd að bekk.
Vinningstillaga í hugmyndasamkeppni hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði,
nú Tækniskólans, reyndist bekkurinn Vörður. Framleiðsla á frumgerð var unnin af
nemendum skólans undir handleiðslu m.a. Hrafnkels Marinóssonar sem jafnframt hafði
umsjón með verkefninu fyrir hönd skólans. Vonir standa til þess að hægt verði
að setja upp bekkinn Vörður á nokkrum stöðum í Hafnarfirði í framtíðinni en
Hleinar er fyrsti staðurinn. Hafa m.a. Trefjar og Karlar í skúrnum lýst yfir
áhuga með þátttöku í verkefni.

Samfélagsverkefni
sem blómstrar í bænum

Samfélagsverkefnið Brúkum bekki hefur
átt mikilli velgengni að fagna í Hafnarfirði og er nú svo komið að
Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar geta gengið um nær öll hverfi
Hafnarfjarðar og hvílt sig á bekk með um 250-300 metra millibili. Um er að ræða
sameiginlegt verkefni Öldungaráðs, Félags eldri borgara í Hafnarfirði, Félags
sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar. Markmið með verkefninu er að stuðla að
aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga í sínu
nærumhverfi. Bekkirnir eru framleiddir hjá Málmsteypunni Hellu og eru merktir
gefendum eða þeim aðila sem gefandi vill tileinka bekkinn. Málmsteypan Hella
gefur að auki ellefta hvern bekk. Verkefnið er leitt af verkefnastjórn en hana skipa þau Gylfi Ingvarsson öldungaráði, Valgerður Sigurðardóttir hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, Haraldur Sæmundsson og Kristinn Magnússon hjá Félagi sjúkraþjálfara. 

HÉR er hægt að nálgast kort sem sýnir gönguleiðir
og bekki í Hafnarfirði. 

Ábendingagátt