Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Barnavernd leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Barnavernd leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Helenu Unnarsdóttur, deildarstjóra barnaverndar hjá Hafnarfjarðarbæ , en þar starfa 11 manns við þessi mikilvægu og krefjandi verkefni.
„Það ber öllum skylda til að tilkynna til barnaverndar ef grunur leikur á vanrækslu, ofbeldi eða slæmum aðbúnaði barna. Fólk á að leyfa sér að vera svolítið forvitið um hag barna og þær aðstæður sem það býr við. Það styrkir málin ef fleiri tilkynna úr ólíkum áttum. Við störfum eftir lögum og við förum ekki í úrræði nema hafa kannað málin og reynum alltaf vægustu úrræðin fyrst. Þetta hefst allt á tilkynningum sem okkur ber að taka afstöðu til innan sjö daga,“ segir Helena og á þá við að þá sé ákveðið hvort kanna eigi málið nánar. Ef ekki, þá fái foreldrar sent bréf um að tilkynning hafi borist en ekki hafi verið ástæða til að aðhafast nokkuð frekar en nokkur hluti tilkynninga fer ekki í könnun.
Meðferðaráætlun og ráðgjöf
Könnun á ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. „Við byrjum oftast á að tala við foreldra og fá afstöðu þeirra til tilkynningarinnar. Einnig ræða við börnin og skoða heimilisaðstæður. Ef könnun leiðir í ljós misbrest í aðbúnaði barna er gerð áætlun um meðferð máls, í ca. 3-6 mánuði, þar sem eru tilgreind þau úrræði sem ætlunin er að styðja foreldra og börn með. Sem dæmi um úrræði má nefna tilsjón inn á heimilið þar sem foreldrum er leiðbeint með t.d. með ákveðna rútínu, hvatningu, mörk og fjármál o.fl,“ segir Helena og bætir við að oft fást persónulegir ráðgjafar til að vera „stóra systkini“ og kynna börnin fyrir nýjum tómstundum eða áhugamálum. Stundum þarf stuðningsfjölskyldur til að víkka út sjóndeildarhring barnanna eða hvíla foreldrana, 1-2 helgar í mánuði. Helena og tekur fram að alltaf vanti góðar stuðningsfjölskyldur.
Einnig sé boðið upp á sálfræðiviðtöl, fjölskyldumeðferð, foreldranámskeið eins og PMTO, MST sem er fjölkerfameðferð fyrir börn með áhættuhegðun, meðferð og greiningu á Stuðlum og eftirmeðferð. „Ef vel tekst til er oft hægt að loka málum í kjölfarið. Ef allt er komið í þrot er barn sett í tímabundið fóstur og þá oftast með samþykki foreldra. Tilgangurinn er alltaf að barnið fari heim aftur nema þegar þau fara í varanlegt fóstur, en oft fara börnin í fóstur til náinna ættingja og er gerð úttekt á þeim áður.“
Oft miklar framfarir
Tilkynningar árið 2019 voru um 1100; oft sömu atvik og sömu börn. Um þessar mundir er barnavernd með 350-360 mál í vinnslu og hver starfsmaður er með 30-40 mál á sinni könnu. Helena segir starfið vera fjölbreytt og krefjandi en afar gefandi líka. „Oft sjáum við miklar framfarir og kraftaverk gerast. Fólk á að treysta á barnaverndina því við erum fyrst og fremst að styðja foreldra og börn. Það er algjört neyðarúrræði að stía fjölskyldur í sundur og þegar foreldrar eru sviptir forsjá,“ segir Helena að endingu.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…