Vímuefnaneysla nemenda – niðurstaða rannsóknar

Fréttir

Út er komin skýrsla um vímuefnaneyslu nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla í Hafnarfirði. Árlega eru lagðir fyrir spurningalistar fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum landsins og er það fyrirtækið Rannsókn og greining sem vinnur rannsóknina fyrir Menntamálaráðuneytið. Í skýrslunni er eingöngu fjallað um vímuefnaneyslu. Nú í fyrsta skipti síðan mælingar hófust mælist engin vímuefnaneysla í 8. bekk en það að reyka sígarettu, drekka áfengi, nota munntóbak, reykja hass eða marijúana er allt flokkað sem vímuefnaneysla.  Hinsvegar sýnir skýrslan að nemendur í 10. bekk hafi aukið vímuefnaneyslu sína. 

Út er komin skýrsla um vímuefnaneyslu nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla í Hafnarfirði. Árlega eru lagðir fyrir spurningalistar fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum landsins og er það fyrirtækið Rannsókn og greining sem vinnur rannsóknina fyrir Menntamálaráðuneytið. Í skýrslunni er eingöngu fjallað um vímuefnaneyslu. Nú í fyrsta skipti síðan mælingar hófust mælist engin vímuefnaneysla í 8. bekk en það að reykja sígarettu, drekka áfengi, nota munntóbak, reykja hass eða marijúana er allt flokkað sem vímuefnaneysla.  Hinsvegar sýnir skýrslan að nemendur í 10. bekk hafi aukið vímuefnaneyslu sína. 

Skýrslan er aðgengileg hér

Gögnin sem þessi skýrsla byggir á eru byggð á könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúarmánuði árið 2017. Spurningalistar voru sendir í alla skóla á landinu þar sem kennarar sáu um að leggja þá fyrir eftir skýrum fyrirmælum. Með hverjum spurningalista fylgdi ómerkt umslag sem þátttakendur settu listann í að útfyllingu lokinni. Ítrekað var fyrir þátttakendum að rita hvorki nafn né kennitölu á spurningalistana svo útilokað væri að rekja svörin til þeirra. Jafnframt voru þeir vinsamlegast beðnir um að svara öllum spurningunum eftir bestu samvisku og biðja um hjálp ef þeir þyrftu á að halda.  Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin fór fram svöruðu spurningalistanum. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var um 83%. 

Ábendingagátt