Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Átta af tíu grunnskólum Hafnarfjarðar eru í dag heilsueflandi grunnskólar. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Átta af tíu grunnskólum Hafnarfjarðar eru í dag heilsueflandi grunnskólar. Hafnarfjarðarbær ásamt Embætti landlæknis hélt í aðdraganda páska vinnustofu í Hafnarborg þar sem fulltrúum allra grunnskóla var boðin þátttaka. Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjóri heilsueflandi grunnskóla hjá embætti landlæknis hélt upphafserindi. Þar fjallaði hún um gildi þess og ávinning fyrir allt skólasamfélagið að taka þátt í verkefninu heilsueflandi grunnskóli auk þess að kynna fyrir þátttakendum hve auðvelt er að hefja ferlið að verða heilsueflandi grunnskóli. Síðan komu fulltrúar flestra grunnskóla og kynntu ýmis áhugaverð verkefni sem tengjast heilsueflingu. Hver og einn skóli er að sinna fjölmörgum heilsueflandi verkefnum hvort sem hann er þátttakandi í verkefni landlæknis eða ekki.
Öldutúnsskóli kynnti útivistarval fyrir elstu nemendur skólans þar sem þau kynnast útiveru auk þess sem valfagið Fimmvörðuháls var kynnt. . NÚ kynnti nokkur vel valin verkefni skólans en eitt þeirra snýst um að auka við hollt mataræði og hreyfingu og mæla árangur. Það sem gerði verkefnið enn áhugaverðara er að nemendur fengu stig fyrir þátttöku en ef foreldrar tóku einnig þátt fengust auka stig þannig að verkefnið varð, þegar uppi var staðið, að heilsueflingu fyrir alla fjölskylduna. Skarðshlíðarskóli kynnti Míluverkefnið sitt en á hverjum degi ganga og hlaupa nemendur í 10-15 mínútur og ábati af slíku verkefni umtalsverður fyrir nemendur. Hjördís Jónsdóttir deildarstóri í Áslandsskóla kynnti niðurstöður úr meistararitgerð sinni Sýn og áherslur skólastjóra á velfarnað kennara í grunnskólum og Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir frá Hraunvallaskóla kynnti Evrópuverkefnið, heilsuefling í skólastarfi og gæðamati. Ragnhildur Einarsdóttir frá Lækjarskóla kynnti leyndarmál Lækjarskóla varðandi Lífshlaupið 2023, en skólinn vann grunnskólakeppnina í ár. Ragnheiður Ólafsdóttir og Hreiðar Gíslason sögðu frá áherslum Víðistaðaskóla í heilsueflingu.
Heilsueflandi grunnskólum er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild. Innleiðing felur einnig í sér aðgang að vefsvæði á www.heilsueflandi.is, sem er rafrænt kerfi þar sem hver grunnskóli heldur utan um heilsueflingarstarf skólans.
Heilsueflandi grunnskóli er ekki verkefni með upphaf og enda heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver grunnskóli vinnur á þeim hraða sem entar og reiknað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbúning. Undirbúningsvinnan felst í því að mynda stýrihóp, skoða stöðu grunnskólans, gera grunn að heilsustefnu, fylla út í gátlista á lokuðu vefsvæði sem þátttökuskólar hafa aðgang að. Þar getur hver og einn skóli metið eigin stöðu og í framhaldinu haldið utan um markvisst heilsueflingarstarf. Þátttaka er grunnskólum að kostnaðarlausu og ekki er þörf á undirbúningsvinnu áður en sótt er um. Heilsueflandi grunnskóli er afurð þróunarstarfs sem var unnið í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Við mótun heilsueflandi grunnskóla var stuðst við efni frá Samtökum heilsueflandi skóla í Evrópu (Schools for Health in Europe, SHE).
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…