Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vinnustofa um heilsueflandi leikskólastarf var haldin í Hafnarborg nýverið og komu þar saman fulltrúar frá embætti landslæknis og fulltrúar leikskóla Hafnarfjarðarbæjar auk annarra sem láta sig heilsueflingu varða innan sveitarfélagsins. Mikilvægasti lærdómur vinnustofunnar var að heilsueflandi verkefni þurfa ekki að vera flókin eða umfangsmikil til að veita gleði og uppskera árangur.
Vinnustofa um heilsueflandi leikskólastarf var haldin í Hafnarborg nýverið og komu þar saman fulltrúar frá embætti landslæknis og fulltrúar leikskóla Hafnarfjarðarbæjar auk annarra sem láta sig heilsueflingu varða innan sveitarfélagsins. Hópurinn skiptist á reynslusögum og upplýsingum um árangursrík og gefandi heilsueflandi verkefni í skólastarfinu. Mikilvægasti lærdómur vinnustofunnar var að heilsueflandi verkefni þurfa ekki að vera flókin eða umfangsmikil til að veita gleði og uppskera árangur. Óhætt er að segja að allir leikskólar Hafnarfjarðarbæjar séu heilsueflandi á einn eða annan hátt en eiga margir hverjir eftir að kortleggja vinnuna og skrá framtakið formlega til embættis landslæknis til að hljóta þann titil að vera heilsueflandi leikskólar. Það verður næsta skref.
Þrír af sautján leikskólum Hafnarfjarðarbæjar hafa stigið það skref að fá viðurkenningu sem heilsueflandi leikskólar. Í því felst viðurkenning embættis landslæknis á því að skólunum hafi tekist að skapa umhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Á vinnustofuna mætti sérfræðingur frá embætti landlæknis með erindi um heilsueflandi leikskólastarf og gildi þess og ávinning fyrir allt skólasamfélagið að taka þátt í verkefninu heilsueflandi leikskóli auk þess að kynna fyrir þátttakendum hve auðvelt er að hefja ferlið að verða heilsueflandi leikskóli. Auk þess stigu fulltrúar frá nokkrum leikskólum bæjarins á stokk með kynningar og myndir úr eigin starfi. Markmiðið með vinnustofunni var að búa til hvetjandi samtal og heilsueflandi vettvang fyrir áhugasamt starfsfólk innan leikskóla bæjarins. Átta af tíu grunnskólum Hafnarfjarðar eru orðnir heilsueflandi grunnskólar.
Heilsueflandi leikskólum er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild. Innleiðing felur einnig í sér aðgang að vefsvæði á www.heilsueflandi.is, sem er rafrænt kerfi þar sem hver grunnskóli heldur utan um heilsueflingarstarf skólans. Heilsueflandi leikskóli er ekki verkefni með upphaf og endi heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver skóli vinnur á þeim hraða sem hentar og reiknað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbúning. Undirbúningsvinnan felst í því að mynda stýrihóp, skoða stöðu skólans, gera grunn að heilsustefnu, fylla út í gátlista á lokuðu vefsvæði sem þátttökuskólar hafa aðgang að. Þar getur hver og einn skóli metið eigin stöðu og í framhaldinu haldið utan um markvisst heilsueflingarstarf. Þátttaka er leikskólum að kostnaðarlausu og ekki er þörf á undirbúningsvinnu áður en sótt er um. Heilsueflandi leikskóli er afurð þróunarstarfs sem var unnið í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Með því að taka þátt í heilsueflandi leikskóla er leikskólum landsins boðin verkfæri og stuðningur til þess að vinna markvisst að heilsueflingarstarfi í sínum leikskóla.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.