Virðum samkomubann – við erum ÖLL almannavarnir

Fréttir

Vinnustaðir, stofnanir, skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á starfi og samkomum. Mikilvægt er að almenningur taki höndum saman og dragi úr fjölda einstaklinga í sínu tengslaneti sem hittist utan vinnutíma og skólatíma.

Samkomubann með hertum takmörkunum tekur gildi frá og með þriðjudeginum 24. mars og gildir til 12. apríl næstkomandi nema annað sé gefið út. Nær samkomubannið til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 20 manns koma saman og við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar og að aðgengi að þvotti og handspritti sé gott.

Skipulagðir viðburðir sem bannið nær til eru til dæmis:

  • Ráðstefnur, málþing, fundir og hliðstæðir viðburðir.
  • Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi.
  • Trúarathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.
  • Aðrir sambærilegir viðburðir með 20 einstaklingum eða fleiri.

Sundlaugar og söfn sveitarfélagsins verða lokuð frá og með þriðjudeginum 24. mars auk þess sem þjónusta þjónustuvers og þjónustumiðstöðvar verður skert. Yfirlit yfir starfsemi sem verður óheimil frá og með 24.mars er að finna á www.covid.is

Tökum öll ábyrgð – við erum ÖLL almannavarnir

Vinnustaðir, stofnanir, skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á starfi og samkomum. Þannig hefur t.a.m. verið gert hlé á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun lýkur. Það er mjög mikilvægt að almenningur taki höndum saman og dragi úr fjölda einstaklinga í sínu tengslaneti sem hittist utan vinnutíma. Nær þetta líka til barna og ungmenna og tíma þeirra utan skóla þannig að ekki séu unnið gegn þeim ráðstöfnunum sem gerðar hafa verið til að draga úr líkum á hópsmiti.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: 

  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla. Nær þetta líka til vinnufélaga og fjölskyldu. Því stærra megni utan vinnu og utan skóla því meiri líkur á smiti
  • Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börn og ungmenni umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Alla slíka skörun ætti að forðast eins og kostur er
  • Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við vini og félaga og þá ekki síst þá sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma

Á vefnum www.covid.is má finna svör við ýmsum spurningum um m.a. skólahald og viðburði.

Ábendingagátt