Jólabærinn Hafnarfjörður

Jólabærinn tekur hlýlega á móti þér

Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Hér eru mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Hefð hefur skapast fyrir jólaleið sem liggur um hjarta Hafnarfjarðar og felur í sér bland í poka af upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingum og heilum helling af frískandi hafnfirsku sjávarlofti. Aðventan er tími samveru og jólabærinn Hafnarfjörður fullkominn staður til að skapa fallegar og góðar minningar.

Við erum jólabærinn!

Jólaviðburðir

23 des

Jólaganga á Þorláksmessu

Lagt verður af stað frá Fornubúðum kl.19 Hin árlega Þorláksmessu jólaganga mun leggja af stað frá Ægi 220 við smábátahöfnina,…

23 nóv - 21 des

Syngdu með Sveinka

Syngdu með Sveinka er söngsýning (sing-a-long) sem verður flutt í Hraunbyrgi, Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði þessi jólin. Syngdu með Sveinka…

20 - 23 des

Jólaþorpið í Hafnarfirði. Helgin 20. – 23. desember

Komdu að njóta með okkur!   Jólaþorpið í Hafnarfirði opnaði um miðjan nóvember þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu á…

22 des

Jólatónleikar – Bergmál

Bergmál- ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju heldur stutta jólatónleika í Hafnarfjarðarkirkju og flytur okkur létt jólalög, ásamt því að nokkrir kórfélagar syngja einsöng.lofum…

23 des

Jólaball með Skjóðu og Langlegg

Komdu á jólaball með Skjóðu og Langlegg á Thorsplani Þorláksmessa er síðasti opnunardagur Jólaþorpsins í Hafnarfirði þessi jólin og jólabærinn…

Þrettándagleði Hafnarfjarðar

Jólin verða kvödd með dansi og söng á Thorsplani! Brot af því besta úr þáttunum Bestu lög barnanna þar sem…

31 des - 1 jan

Sjósund og sauna við Langeyrarmalir

Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Fyrirtækið Trefjar setja upp sauna-klefi á Langeyrarmalir…

Jólafréttir og tilkynningar