Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rúmlega 110 fulltrúar barna og ungmenna í 8.-10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar komu saman á Ungmennaþingi Hafnarfjarðar í vikunni. Ungmennaþingið var hugsað og skipulagt sem opinn og hvetjandi vettvangur og einstakt tækifæri fyrir hafnfirsk börn og ungmenni til að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri.
Rúmlega 110 fulltrúar barna og ungmenna í 8.-10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar komu saman á Ungmennaþingi Hafnarfjarðar sem haldið var í Sjónarhóli í vikunni. Ungmennaþingið var hugsað og skipulagt sem opinn og hvetjandi vettvangur og einstakt tækifæri fyrir hafnfirsk börn og ungmenni til að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri. Ungmennaþingið er liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að hljóta viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem barnvænt sveitarfélag.
Á þinginu var kallað eftir umræðu og skoðunum á ýmsum málum er varða hag barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Hópurinn var m.a. spurður að því hvort öll fái jöfn tækifæri í skólanum, íþróttum og tómstundum, hvað þau langi til að læra í skólanum og hvort þau fái rými til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá voru börnin spurð hvað þeim finnst um umhverfið í Hafnarfirði, félagsmál, menningu, geðheilbrigði, forvarnir og samgöngumál. Fulltrúar unnu vel og nú tekur við vinna við að greina niðurstöður þingsins sem kynntar verða betur síðar. Hafnarfjarðarbær vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins Barnvæn sveitarfélög og er ungmennaþing liður í innleiðinunni. Ákvörðun sveitarfélagsins um að innleiða barnasáttmálann felur í sér viðurkenningu á að þekking og reynsla barna og ungmenna sé verðmæt fyrir sveitarfélagið. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta, aðlaga og auka þjónustu sína
Um 110 börn og ungmenni létu ljós sitt skína á Ungmennaþingi Hafnarfjarðar í vikunni
20. nóvember er dagur mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 33 ár eru síðan Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn hefur leitt til víðtækra breytinga á viðhorfum til barna og áhrifa hans gætir víða. Þar ber helst að nefna meginreglu sáttmálans um rétt barna til þátttöku og áhrifa og þá kröfu sáttmálans að grundvalla eigi ákvarðanir og ráðstafanir sem varða börn á því sem þeim er fyrir bestu, að til þeirra sé leitað og tekið tillit til sjónarmiða þeirra. Hafnarfjarðarbær vekur athygli á degi mannréttinda barna með hugmyndasöfnun og ungmennaþing í aðdraganda dagsins. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálinn eru grundvöllur þvert á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar og leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar til ársins 2035.
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm…
Fimm brúarsmiðir starfa í Hafnarfjarðarbæ. Þeir hjálpa foreldrum af erlendum uppruna að fóta sig í íslensku grunn- og leikskólaumhverfi. Þeir…
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024 var lagður fram í bæjarráði í dag 10. apríl 2025. Rekstrarafgangur fyrir A og B…
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur upp á 75 ára afmælið með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. „Stemningin er afar…
Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins. Bæjarstjóri veitti merkið en afhendingin kom þessu…
Margt var við vígslu nítjánda leikskóla Hafnarfjarðarbæjar um hádegisbilið. „Útiaðstaðan hér er örugglega ein sú allra glæsilegasta á landinu,“ sagði…
Öllum fjórtán mánaða börnum, sem sóttu um fyrir tilskilinn frest hefur verið tryggt pláss í leikskólum Hafnarfjarðar frá hausti. Hafnarfjarðarbær…