Áfram frítt í sund fyrir Suðurnesjabúa

Fréttir

Frítt er í sundlaugar Hafnarfjarðar fyrir íbúa Suðurnesja þar til búið er að koma heitu vatni aftur á. Hafnfirðingar vilja með þessu standa þétt við bakið á íbúum Suðurnesja.

Enn gjaldfrjálst fyrir Suðurnesjamenn í sund

Hafnarfjarðarbær býður íbúum Suðurnesja frítt í sund í opnar sundlaugar bæjarins nú um helgina og þar til heita vatnið kemst aftur á. Allar upplýsingar um sundlaugar bæjarins; opnunartíma, staðsetningu og aðstöðuna í hverri laug má finna hér. Sundlaugar | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is).

Nú um helgina er opið í Suðurbæjarlaug við Hringbraut og Ásvallalaug. Opnunartíminn á laugardögum er til 18 en til kl. 17 á sunnudögum.

Hafnarfjarðarbær sendir hlýja strauma til Suðurnesja og hugsar til íbúanna með von um að óvissunni ljúki sem fyrst.

Ábendingagátt