Allir verða að þekkja réttindi barna

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og RannUng hafa skrifað undir samstarfssamning með áherslu á starfshætti leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar. Samstarfið tengist beint innleiðingu Hafnarfjarðarbæjar á barnvænu sveitarfélagi árin 2022-2026.

Tækifæri barna til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi

Hafnarfjarðarbær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands) hafa skrifað undir samstarfssamning með áherslu á starfshætti leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar. Samstarfið tengist beint innleiðingu Hafnarfjarðarbæjar á barnvænu sveitarfélagi árin 2022-2026. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna á aldrinum 0-8 ára og vera vettvangur fræðaþróunar og þekkingarmiðlunar á því sviði. Tveir grunnskólar, þrír leikskólar og tvö frístundarheimili Hafnarfjarðarbæjar hafa ákveðið að taka þátt í samstarfinu frá og með september 2023.

Allt um innleiðingu á verkefninu Barnvænt samfélag á vef Hafnarfjarðarbæjar

 

Sara Margrét Ólafsdóttir forstöðumaður RannUng og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skrifa undir samstarfssamning til þriggja ára.

Lærdómssamfélag jafningja – vettvangur samtals og ígrundunar

Markmið verkefnisins er að innleiða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á markvissan hátt í starf leikskóla, yngsta stig grunnskóla og í frístundaheimili í Hafnarfirði með því að skapa vettvang til samtals og ígrundunar og koma þannig á lærdómssamfélagi jafningja. Í verkefninu er gengið út frá því að börn séu sérfræðingar í eigin lífi, geti myndað sér skoðanir á málefnum sem þau varða, látið þær í ljós og haft áhrif á daglegt líf sitt.

Aukin þekking á réttindum barna samhliða aukinni þátttöku barna í sínu skólastarfi

Tilgangur verkefnisins er að auka þekkingu starfsfólks, forsjáraðila og/eða foreldra og barna á réttindum barna og auka þátttöku barna í daglegu skóla- og frístundastarfi. Ávinningur fyrir börnin er að starfshættir í skólum og frístundaheimilum taki mið af Barnasáttmálanum og að börnin fái tækifæri til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun.

Áhersla á ákveðna grunnþætti

Hafnarfjarðarbær vinnur að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag og hefur skuldbundið sig til þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði hans með sérstaka áherslu á eftirfarandi grunnþætti:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ábendingagátt