18 verkefni fengu menningarstyrk

Fréttir

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 18 verkefni styrk að þessu sinni.

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka listalíf bæjarins

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 18 verkefni styrk að þessu sinni.

Menningarstyrkir eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Styrkþegar í fyrri úthlutun menningarstyrkja 2024

  • Elvar Gunnarsson, Sýningarviðburðir 2024 – Litla Gallerý, 610.000 kr.
  • GETA – hjálparsamtök, Fjölmenningarleg 17. júní hátíð, 300.000 kr.
  • Guðrún Erla Hómarsdóttir, Freyðijól 2024 / Jólakabarett, 380.000 kr.
  • Páll Eyjólfsson, Hjarta Hafnarfjarðar samstarfssamningur framlenging, 5.000.000 kr.
  • Jasper Matthew Bunch, Apolló listahátíð, 200.000 kr.
  • List án landamæra, List án landamæra listahátið, 200.000 kr.
  • Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Tónleikahald 2024, 300.000 kr.
  • Sveinn Guðmundsson, Melodica Festival Hafnarfjörður, 250.000 kr.
  • Sunna Gunnlaugsdóttir, Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkið, 100.000 kr.
  • Helena Björk Jónasdóttir, Dansað í gegnum Hafnarfjörð, 200.000 kr.
  • Leikhópurinn Lotta, Bangsímon, 130.000 kr.
  • Snædís Lilja Ingadóttir, Óður til móður, 200.000 kr.
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Líf í lundi, 200.000 kr.
  • Íris Ásmundardóttir, Á meðal / Amidst, 100.000 kr.
  • Birna Rún Eiríksdóttir, Uppistand í miðbænum, 380.000 kr.
  • Björn Thoroddsen, Gítarveisla Bjössa Thor, 300.000 kr.
  • Hljómtónn slf, Síðdegistónleikar í Hafnarborg árið 2024, 300.000 kr.
  • Jessica Anne Chambers, Páskaeggjaleit Prinsessur, 100.000 kr.

Ekkert verkefni hlaut samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni en í gildi eru fimm samstarfssamningar vegna verkefnanna Guitarama – Gítarveisla Bjössa Thor, HEIMA tónlistarhátíð, Sveinssafn – stefnumót listar og náttúru, Sönghátíð í Hafnarborg og Víkíngahátíð á Víðistaðatúni.

Hamingjuóskir til styrkþega

Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju! Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2024 í ágúst.

Ábendingagátt